,,Vera má, að könnun á hinum einstöku réttarheimildum, sem að framan greinir, þyki ekki skjóta nægum stoðum undir réttarreglu, og eru þess þá ýmis dæmi, að dómstólar móti réttarreglu eftir almennri málefnalegri virðingu á lögfræðilegum og félagslegum röksemdum, eðlisrökum (d. ,,reele hensyn"). Er þá leitað eftir þeirri reglu með sanngirnis- og réttlætissjónarmiði að leiðarljósi (,,rimeligheds-betragtninger") og með það í huga, að reglan sé sem hagkvæmust á þjóðfélagslega vísu."