ÁS: ,,Við þá réttarheimild, meginreglur laga eða grunnreglur, sem nú verður fjallað um, er tilteknu ákvæði stundum beitt á grundvelli meginreglu, sem talin er felast í því, t.d. með vísan til undirstöðuraka eða grunnraka þess. Hitt er einnig til, að meginregla sé mótuð án tengsla við einstakt lagaákvæði á grundvelli stefnumiða í íslenskri löggjöf á tilteknu eða tilteknum sviðum og þeirra lögfræði- og löggjafarhugmynda sem að baki búa."